Við útskýrum málshætti og orðtök

Verkefnið og markmiðin

Í þessu verkefni munið þið gera þriggja mínútna langa stuttmynd um málshátt, orðtak eða spakmæli sem fjalla um hegðun og framkomu. Þið munið læra dálítið um málshætti, spakmæli og orðtök og dálítið um stuttmyndagerð. Þið lærið um handritagerð, kvikmyndatöku, hvernig kvikmynd er klippt og ýmislegt fleira.

Í svona verkefni er gott að vera hugmyndaríkur vegna þess að það eru margar leiðir til að gera þetta. Ein leiðin er að skrifa litla sögu sem tengist málshættinum, orðtakinu eða spakmælinu. Önnur leið væri að gera eins og gert var í þættinum orðbragð. Þið getið séð dæmi um það í myndbandinu hér fyrir neðan og síðan er lýsing og upptalning á markmiðum verkefnisins hér. > Verkefnalýsing og markmið.

Handritið

Áður en farið er að taka atriðin upp þarf auðvitað að skrifa handrit. Það er nefnilega þannig að engin mynd verður góð ef handritið er ekki gott. Þess vegna þarf hópurinn að byrja á því að spjalla saman um verkið og safna hugmyndum. Síðan er handrit skrifað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Fyrst skulið þið samt horfa á myndbandið hér fyrir neðan. Síðan fáið þið nokkra málshætti og veljið einn til að gera stuttmynd um. Hér er lýsing á því hvernig á að skrifa handrit. > Að skrifa handrit.

Söguborðið

Þegar við gerum stuttmynd er mikilvægt að hugsa sjónrænt. Það þýðir að við reynum að sjá fyrir okkur hvernig við viljum að atriðin líti út. Þess vegna gerum við söguborð (skjáskissur). Söguborð er eiginlega handrit eða myndasaga án texta. Til að gera söguborð sem er gott að vinna eftir þurfið þið að þekkja helstu reglur í kvikmyndatökum. Til að læra þær skulið þið fyrst horfa á myndbandið um skjáborð og síðan myndböndin sem eru í kaflanum um kvikmyndatökur. Reynið að muna það sem kemur fram í myndböndunum vegna þess að þið þurfið að nota þetta allt saman í stuttmyndinni ykkar. Hér er lýsinging á því hvernig þið gerið söguborð. > Að gera söguborð

Kvikmyndatakan

Þegar búið að skrifa handritið og söguborðið er tilbúið með hugmyndum um hvernig stuttmyndin á að líta út er farið í upptökur. Nú reynir á leikhæfileikana og síðan er nauðsynlegt að haf ýmsar reglur í huga þegar maður er að taka atriðin upp. Hér fyrir neðan eru krækjur á nokkur myndbönd sem kenna helstu reglurnar. Horfið á myndböndin og lærið reglurnar áður en þið farið í upptökurnar.

Myndskurður og sjónarhorn

Viduskyrummalshaetti myndsk sjonarhorn

Þriðjungareglan

 

Vidutskyrummalshaetti Thridjungareglan1

Hreyfing myndavélar

Vidutskyrummalshaetti hreyfingmyndavelar

180 gráðu reglan

Vidutskyrummalshaetti 180gradureglan

Grænskjár

 

Vidutskyrummalshaetti graenskjar

Klippingin

Tökum er lokið og þá er kominn tími til að velja myndskeiðin sem á að nota í stuttmyndina og klippa þau til. Við ætlum að nota klippiforrit sem heitir Filmora. Myndböndin hér fyrir neðan eru kennslumyndbönd fyrir mikilvægustu aðgerðirnar. Ef þú ert ekki viss hvernig á að klippa myndskeiðin til skaltu horfa á myndböndin.