Brautarlækur í 21. - 23. febrúar 2020

Húsið stóð þarna enn

Undanfarna tvo mánuði hefur tíðarfarið verið einstaklega erfitt. Hver lægðin hefur rekið aðra þannig að björgunarsveitir landsins hafa haft í nógu að snúast. Þetta tíðarfar hefur því miður valdið slysum á fólki og skemmdum á eignum. Þann fjórtánda febrúar kom stóri hvellurinn. Ógnvænlegt óveður geisaði um land allt þennan daginn. Vindstyrkurinn fór til dæmis upp í 72 m á sekúntu undir Hafnarfjalli. Það þarf vel byggð hús til að standast slíkan vindstyrk. Okkur Guðrúnu þótti ástæða til þess að bregða okkur í Brautarlæk til að skoða stöðu mála þar.

Brautarlaekur febf 2020 3Húsið stóð þarna enn og allt var eins og þegar við skildum við síðast. Veðrið var gott. Frost 4 – 6 gráður, vindur stilltur. Smávegis snjókoma var á sunnudeginum en á laugardeginum var bjart veður. Við hjónin ákváðum þá að gera það sem við höfum rætt um að gera í fjölmörg ár. Að ganga upp á Hvammsmúlann. Hvammsmúlinn er beint á móti Brautarlæk og höfum við margoft á haustinn smalað múlann með Hvamsfólkinu. Sú smölun hefur reyndar aðeins farið fram úr stofuglugganum þannig að Hvammsfólkinu var lítil hjálp í því.

Við ókum upp að veiðihúsinu og gengum þaðan. Gangan á múlann er auðveld og hún er jafnvel enn auðveldari að vetri við þessar aðstæður. Snjórinn lyftir okkur upp fyrir hrísið þannig að það var ekki að þvælast fyrir okkur eins og það hefði gert að sumri til. Hvergi annars staðar þarna í framdalnum þvælist hrísið fyrir göngufólki. Einhvern tíman spurði ég tengdaföður minn að þessu. Hann taldi að skýringin lægi í því að Hvammsjörðin er kirkjujörð og kirkjan átti hrístökurétt víða. Þannig gátu ábúendur Hvammsjarðarinnar sparað birkið á sinni jörð og sótt hrís til húshitunar annað.
Veturinn er algerlega með völdin og við sáum ekkert kvikt. Sáum þó merki um bæði tófu og rjúpu.Veturinn er algerlega með völdin enn. Við sáum ekkert kvikt en sáum þó ummerki eftir bæði tófu og rjúpu.

Brautarlaekur febf 2020 2Séð í áttina að Krók og Brautarlæk.