Um höfund

Hver er maðurinn á bak við Vef Kela? Maðurinn heitir fullu nafni Þorkell Daníel Jónsson. Það er vel hægt að segja að hann hafi bloggað frá átján ára aldri sem þýðir að fyrsta bloggfærslan var skrifuð árið 1984. Þá var orðið blogg ekki til og helsta verkfærið til fjarsamskipta. Bloggfærslan árið 1984 var auðvitað einungis dagbókarfærsla rituð með penna. Þrjátíu og einu ári síðar er enn ritað í þá bók. Þær færslur eru ritaðar án vitundar um viðtakanda enda er enginn sem les þau skrif. Á þennan miðil verður hins vegar skrifað með vitund um vitakanda.

Hvaða vísdómi ætlar Keli að miðla á þessum miðli? Stutta svarið er hvaðeina sem vekur áhuga Kela þá stundina. Það þýðir að hér munu flestar greinarnar fjalla um veiði, tónlist og ljósmyndun. Greinar um skólamál slæðast örugglega með og einnig greinar um landið og lífið. Það er engin hætta á að greinarnar verði persónulegar. Slík skrif eiga frekar heima í dagbókinni góðu.

Hver er bakgrunnur Kela? Keli er ósköp venjulegur fjölskyldufaðir sem lifir hefðbundnu lífi fjölskyldumannsins í Reykjavík. Hann á ættir að rekja út á Snæfellsnes og norður á Strandir. Starfsferill hans hefur að langmestu leiti snúist um nám og kennslu og þykir fátt ef nokkuð áhugaverðara en að taka þátt í að efla ungviði landsins af visku og dáð. Íslensk tunga er honum hugleikin og hefur hann gaman af því að glíma við að koma hugleiðingum sínum á framfæri í rituðu máli. Þess vegna birtir hann þessi skrif fyrir hvern þann sem vill lesa.