Fyrstu SLR myndavélina eignaðist ég árið 1987 þegar ég fór í fyrstu utanlandsferðina. Olympus OM40. Langaði auðvitað að taka góðar myndir en áttaði mig fljótt á því að góð myndavél tekur ekki góðar myndir nema ljósmyndarinn viti hvað hann er að gera. Síðan þá hef ég verið áhugasamur um ljósmyndatæknina. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi stundað þetta áhugamál af miklum krafti en hef þó grúskað aðeins. Hér fyrir neðan er listi greina um ljós- og kvikmyndun.