Stafrænar spegilmyndavélar hafa tekið feykna miklum framförum á undanförnum árum. Svo miklum að nú eru þær orðnar nothæfar til vandaðrar kvikmyndatöku jafnt sem ljósmyndunar. Vélin sem ég nota heitir Canon 5D Mark II og er fyrsta spegilmyndavélin sem tekur kvikmyndir í gæðum sem jafnvel atvinnumenn eru sáttir við en þú þarft ekki endilega að eiga svo fullkomna vél til að taka prýðilegar kvikmyndir. Staðan er sem sagt sú í dag að tæknilega er þér ekkert að vanbúnaði en góðri upptöku nærð þú samt ekki nema þú sért með grunnstillingar á hreinu. Greinin sem hér fer á eftir fjallar einmitt um það.

Lesa meira

Haust 2015 intro

Haustið er dásamlegur tími. Sólargangurinn er tekin að styttast og engin þörf á að vera á ferð á ókristilegum tímum með myndavélina til að ná réttu birtunni. Hlýir litir fölnandi góðursins gefa ærið tilefni til að fara út með myndavélina og enn er ekki orðið mjög kalt. Þetta haustið var ég staðráðin í að fara í einhverjar haustlitaferðir og sjá hvort ég næði ekki að fanga hauststemminguna í nokkrum góðum myndum. Síðan fauk hausið hjá án þess að ég gæfi mér tíma til að fara í eina einustu haustlitaferð. Ég náði þó tveimur haustmyndum í Brautarlæk þegar síðdegissólin speglaðist í reyniviðartrénu handan við lækinn.

Lesa meira

LýsingEf til vill finnst mörgum lítt spennandi að taka ljósmyndir af uppstilltum hlutum á borði en það getur verið virkilega lærdómsríkt. Eins og felst í orðanna hljóðan snýst ljósmyndun um ljós og birtu.

Lesa meira

LjósferillÉg hreinlega stenst ekki mátið að benda á myndband sem ég fann á Vimeo sem gjörsamlega heillaði mig. Myndbandið var tekið með Canon 5D Mark II og ýmsum linsum. Það var unnið af Ólafi Haraldssyni og Kristian Ulrich Larsen. og sýnir glæsilegar tökur af íslensku landslagi.

Lesa meira

Krystle WrightEf maður ætlar sér að ná árangri í ljósmyndun má leti ekki vera til í orðabókinni. Maður verður að vera tilbúinn að rífa sig upp úr sófanum þegar líklegt er að aðstæður gefi möguleika á góðri mynd. Oft þýðir það að ljósmyndarinn rís upp úr rekkjunni þegar aðrir sofa.

Lesa meira
  • 1
  • 2