FlugvélHver er tilgangurinn með því að fá sér fullkomna myndavél sem býður upp á fullt af möguleikum á að stýra hvernig ljósið fellur á myndflöguna ef maður tekur síðan allar myndir með vélina stillta á sjálfvirkni? Með mismunandi stillingum á stærð ljósops, smellihraða og ljósnæmi myndflögunnar má stýra því hvernig ljósmyndin kemur út.

Ef útkoman á ekki að vera tilviljunin ein þarf maður að læra á stillingarnar og hvaða áhrif þær hafa á endanlega ljósmynd. Þetta getur vafist fyrir mönnum en vefurinn Canon outside of auto er frábært verkfæri til að læra á þessar stillingar.