Áhættuljósmyndun


Sumir eru tilbúnari en aðrir að leggja mikið á sig til að ná grípandi myndum. Ástralski ljósmyndarinn Krystle Wright er af þeirri gerðinni. Það skal ég viðurkenna að ekki myndi það hvarfla að mér að fara í hennar spor í leit að góðu myndefni.

Krystle er íþróttaljósmyndari. Þó ekki sú gerðin sem ljósmyndar knattspyrnu- og körfuboltaleiki. Hún ferðast um allan heim og ljósmyndar fólk sem stundar ævintýramennsku og áhættuíþróttir af ýmsum toga. Það er hreint magnað hvað hún leggur á sig til að ná góðum myndum en stundum hefur hún farið flatt á áhættusækninni. Sjálf lýsir hún hvað drífur hana með þeim orðum að eftirsjá sé hennar helst hræðsla. Þess vegna lætur hún forvitnina draga sig á enda veraldarinnar.
Canon gerði áhugavert myndband um störf Krystle sem er hér fyrir neðan.