LjósferillÉg hreinlega stenst ekki mátið að benda á myndband sem ég fann á Vimeo sem gjörsamlega heillaði mig. Myndbandið var tekið með Canon 5D Mark II og ýmsum linsum. Það var unnið af Ólafi Haraldssyni og Kristian Ulrich Larsen. og sýnir glæsilegar tökur af íslensku landslagi.

Landslagsmyndirnar eru síðan tengdar saman með ljósi sem ferðast um landslagið og texta sem serbneskur vísindamaður, Nicola Tesla, flutti árið 1893 í Franklin stofnuninni í Fíladelfíu. Textinn, ferð ljóssins um íslenska náttúru og myndatakan falla saman í eitt glæsilegt meistarastykki sem er vel þess virði að gefa sér tíma til að horfa á.