Að leika sér með lýsingu


Hvernig ljósið fellur á myndefnið hefur úrslitaáhrif á hvernig endanleg mynd kemur út. Landslagsljósmyndarinn situr gjarnan fyrir réttu birtuskilyrðunum en ef við erum að taka myndir af uppstillingum getum við leikið okkur með ljósið. Prófað okkur áfram og séð hvernig mismunandi uppstillingar koma út. Hér fyrir neðan er virkilega lærdómsríkt myndband frá Karl Taylor þar sem hann sýnir hvernig hann lýsir upp uppstillingu af viskíflösku og glasi. Vissulega er Karl með allar græjur til þess arna en það má samt læra ýmislegt með einföldustu ljósgjöfum. Jafnvel bara með því að reyna að stýra sólarljósinu sem fellur inn um gluggann með því að endurkasta því með mismunandi hætti á myndefnið.