Haustmyndir


Haustið er dásamlegur tími. Sólargangurinn er tekin að styttast og engin þörf á að vera á ferð á ókristilegum tímum með myndavélina til að ná réttu birtunni. Hlýir litir fölnandi góðursins gefa ærið tilefni til að fara út með myndavélina og enn er ekki orðið mjög kalt. Þetta haustið var ég staðráðin í að fara í einhverjar haustlitaferðir og sjá hvort ég næði ekki að fanga hauststemminguna í nokkrum góðum myndum. Síðan fauk hausið hjá án þess að ég gæfi mér tíma til að fara í eina einustu haustlitaferð. Ég náði þó tveimur haustmyndum í Brautarlæk þegar síðdegissólin speglaðist í reyniviðartrénu handan við lækinn.

Fyrirfram hafði ég hugsað mér að safna bestu hausmyndunum saman í þessari grein en þær eru því miður aðeins tvær. Best að ég strengi þess heit hér og nú að missa ekki af næsta hausti og bæta þá myndum í hausmyndasafnið.

Brautarlækur

Myndirnar tvær eru teknar efst í Norðurárdal í Borgarfirði rétt áður en lagt er á Holtavörðuheiði.