Áhættuljósmyndun

Krystle WrightEf maður ætlar sér að ná árangri í ljósmyndun má leti ekki vera til í orðabókinni. Maður verður að vera tilbúinn að rífa sig upp úr sófanum þegar líklegt er að aðstæður gefi möguleika á góðri mynd. Oft þýðir það að ljósmyndarinn rís upp úr rekkjunni þegar aðrir sofa.

Lesa meira

Að stýra lýsingu

FlugvélHver er tilgangurinn með því að fá sér fullkomna myndavél sem býður upp á fullt af möguleikum á að stýra hvernig ljósið fellur á myndflöguna ef maður tekur síðan allar myndir með vélina stillta á sjálfvirkni? Með mismunandi stillingum á stærð ljósops, smellihraða og ljósnæmi myndflögunnar má stýra því hvernig ljósmyndin kemur út.

Lesa meira

Betri árangur í landslagsljósmyndun

Fjara eftir Robert RodriguezAð ná árangri í landslagsljósmyndun felur svo miklu meira í sér en aðeins það eitt að arka um fjöll og firnindi í leit að áhugaverðu myndefni. Í myndskeiðinu hér fyrir ofan deilir landslagsljósmyndarinn Robert Rodriguez Jr hugleiðingum sínum um landslagsljósmyndun og hvernig má ná betri árangri.

Lesa meira

Saga ljósmyndunar - upphafið

Camera obscuraLjósmyndun felur í sér að varpa ljósi á ljósnæman flöt. Ljósið teiknar mynd af myndefninu og ljósnæmi flöturinn drekkur ljósið í sig og varðveitir það sem mynd. Hugmyndin um ljósmyndun er ævagömul og sennilega var hún þekkt meðal Kínverja og Forn – Grikkja á 5. öld fyrir krist. Enda er enska orðið ljósmyndun dregið af grísku orðunum photos sem merkir ljós og graphein sem merkir að teikna. Á 11. öld fann Íraskur vísindamaður upp tækni sem kölluð hefu r verið camera obscura. Það er samt ekki hægt að segja að hér sé um eiginlega ljósmyndun að ræða. Ljósi var hleypt í gegnum lítið gat á myrkvuðu rými. Mynd af því sem fyrir utan var varpaðist á hvolfi á flötinn á móti og ef það átti að varðveita myndina varð að kalla til drátthaga menn til að teikna myndina upp.

Lesa meira

Skógarlyngrós og skerpuröðun

SkógarlyngrósEinn af föstu liðunum í tilveru fjölskyldunnar er gönguferð snemma að vori til að kanna hvort einn af vorboðunum sé kominn á kreik. Vorboðinn sá er hreint ekki íslenskur en í huga fjölskyldunnar boðar hann samt að íslenskt sumar er handan við hornið. Ég er að tala um skógarlyngrósina í Grasagarði Reykjavíkur. Um leið og sól fer að hækka á lofti lætur hún blekkjast og blómstrar ægifallegum blómum. Skógarlyngrósin er frá Vestur – Kína og þekkir ekki hversu brottgengt íslenska sumrið getur verið. Áður en varir hefur frostið tekið völdin á ný og þá verður brátt um blómstrið.

Lesa meira
  • 1
  • 2