Moondance

Eitt laugardagskvöldið fyrir nokkrum árum sátum við hjónin fyrir framan skjáinn og horfðum á myndina August Rush frá árinu 2007. Í myndinni spilar lítill tónlistarsnillingur lagið Moondance eftir Van Morrison. ,,Alveg rétt“ hugsaði ég,; ,,þetta er frábært lag.“ Fór á netið og fann eina útsetningu fyrir gítar. Lærði hluta af henni en kláraði aldrei almennilega.

Lesa meira

Make you feel my love

Bob DylanÁrið 1997, þá 56 ára, sendi Bob Dylan frá sér plötuna Time out of mind. Platan þykir einstaklega vel heppnuð. Hún hlaut þrjú Grammyverðlaun og kom Dylan aftur á kortið. Gagnrýnendur fundu fáa agnúa á plötunni nema þá helst lag númer níu. Lágstemmt, einfalt, gamaldags ástarlag, Make you feel my love.

Lesa meira

Last Christmas útsett fyrir gítar

Ég hef stundum velt fyrir mér hvort það sé snúið að útsetja lög fyrir plokkaðan gítar. Hef lengi ætlað að láta reyna á hvort ég hafi það sem til þarf. Ég hef samt aldrei komið mér að því þangað til núna í desember þegar ég settist niður og útsetti lagið Last Christmas.

Lesa meira

Here Comes the Sun

George HarrisonLagið Here Comes the Sun léttir lundina og vekur von um að framundan sé betri tíð með blóm í haga. Laglínan er einföld og grípandi en takturinn í er sérstakur. Erindin og viðlagið eru í 4/4 takti en í millikaflanum stekkur takturinn yfir í 2/4, síðan í 3/8 og 5/8 og aftur yfir í 4/4. Hljómarnir eru D dúr hljómar en Harrison spilaði þá með klemmu á sjöunda bandi. Þar hljómar lagið í A dúr.

Lesa meira

Stærðfræðipróf í dúr og moll

Við hjónin heyrðum margt forvitnilegt þennan seinnipartinn. Við áttum nefnilega ánægjulega stund í Laugalækjarskóla þar sem nemendur í tíunda bekk kynntu lokaverkefni sín sem voru vægast sagt af fjölbreyttum toga. Lilja dóttir okkar vann verkefni um tónlistarstefnur með Guggu vinkonu sinni. Hluti af verkefninu þeirra var að semja tónlist. Þær sömdu sitt hvort lagið og síðan eitt saman fjórhent á píanó.

Lesa meira