Ég veit nú ekki hvað það var en eftir að ég lauk námi í Kennaraháskólanum fékk ég þá grillu að læra að spila á gítar. Tók þráhyggjuna á þetta, lærði að lesa nótur og plokka smávegis á klassískan gítar. Alltaf hefur þetta dútl verið ómarkvisst gauf. Nú ansi mörgum árum síðar er ég enn að fást við gítargutlið. Sennilega vegna þess að ég hef ánægju af því. Hér fyrir neðan er safn greina um tónlist og gítarspil.