Stærðfræðipróf í dúr og moll

Lag: Ingibjörg Lilja Þorkelsdóttir

Við hjónin heyrðum margt forvitnilegt þennan seinnipartinn. Við áttum nefnilega ánægjulega stund í Laugalækjarskóla þar sem nemendur í tíunda bekk kynntu lokaverkefni sín sem voru vægast sagt af fjölbreyttum toga. Lilja dóttir okkar vann verkefni um tónlistarstefnur með Guggu vinkonu sinni. Hluti af verkefninu þeirra var að semja tónlist. Þær sömdu sitt hvort lagið og síðan eitt saman fjórhent á píanó.

Ef þið viljið skoða verkefnið þeirra þá er heimasíðan hér. Neðst á henni er hlekkur inn á tónlistina sem þær sömdu sjálfar.

Lilja saEf þið viljið reyna að spila lagið þá skaltu smella á myndina.Ef þið viljið reyna að spila lagið þá skaltu smella á myndina.mdi lagið sitt á milli þess sem hún lærði fyrir stærðfræðipróf. Þess vegna fékk lagið nafnið stærðfræðipróf í dúr og moll.

Hér fyrir neðan spilar Lilja lagið í salnum í Breiðagerðisskóla. Gugga vinkona hennar gerir það sem unglingum er títt á meðan. Fylgist með af áhuga.