Last Christmas útsett fyrir gítar

Lag og texti: George Michael

Ég hef stundum velt fyrir mér hvort það sé snúið að útsetja lög fyrir plokkaðan gítar. Hef lengi ætlað að láta reyna á hvort ég hafi það sem til þarf. Ég hef samt aldrei komið mér að því þangað til núna í desember þegar ég settist niður og útsetti lagið Last Christmas.

fyrstautsetningin 1

Ég átti reyndar hluta af laginu útsett. Ég notaði þá útsetningu fyrir jólin 2015 þegar ég og dóttir mín prófuðum að spila lagið á gítar og píanó. Hún hafði verið að spila það í tónlistarskólanum sínum. Ég var að rifja samspilið upp um daginn og sá þá að ég átti ekki allt lagið útsett. Ákvað þá að setjast niður og útsetja restina af laginu. Með þrjóskuna að vopni tókst mér að ljúka við þá útsetningu sem hér má heyra. Þar sem þetta er fyrsta og eina lagið sem ég hef nokkru sinni útsett er viðbúið að einhverjar villur hafi slæðst inn. Það hlýtur að fyrirgefast því villur eru mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Ef einhver vill síðan nýta þessa útsetningu þá er það velkomið. Bara smella á myndina.

Noturnar 1 of 1Smelltu á myndina til að fá nóturnar.Hér fyrir neðan spila ég þessa útsetningu sem undirleik undir myndband sem á að vera yfirlit yfir það sem fjölskyldan hefur verið að brasa á árinu 2017. Lagið spila ég með klemmu á öðru bandi og er þá í sömu tóntegund og upprunalega útgáfan. Spilamennskan er langt frá því að vera hnökralaus. Ég náði nefnilega ekki að æfa lagið til fullnustu en vildi endilega koma því á vefinn áður en árið væri úti. Hljóðupptakan er eins og spilamennskan. Ekki nógu góð því bassinn er full ágengur. Aftur bið ég um fyrirgefningu og vísa í lærdómsferlið. Síðan rak ég augun í að í lokin á myndbandinu skrifa ég orðið svona með tveimur vöffum. Ég voga mér ekki að biðjast fyrirgefningar í því vegna þess að villan sú verður ekki fyrirgefin. Það að hún sé ekki leiðrétt skrifast á leti. Ég einfaldlega nenni ekki að laga hana.

Síðan rifjaði ég lagið upp fyrir jólin 2018 því mig langaði að heyra hvernig það hljómaði á klassíska gítarninn. Ég lenti reyndar í tómu brasi með þessa upptöku því hundarnir létu mig ekki í friði.