Tambourine Man

Lag og texti: Bob Dylan

Bob Dylan samdi lagið Mr. Tambourine man fyrri hluta árs 1964. Hann tók það síðan upp árið á eftir fyrir plötuna Bringing it all home. Sama ár tóku Byrds sína útgáfu af laginu upp. Sú útgáfa fór á topp Billboard listans og er það eina lag Dylans sem hefur gert það.

Tambourineman intro

Útgáfan sem fylgir þessu greinakorni um lagið byggir á útgáfu Dylans. Ég læt samt nóturnar með millispilinu á milli viðlagsins og erindanna í útgáfu The Byrds fylgja með ef einhver vill leika sér með það. Í upprunalegu útgáfunni spilaði Dylan lagið með klemmu á þriðja bandi. Þá hljómar það lítilli þríund hærra en hljómarnir segja til um en auðvitað gildir hér að velja þá tónhæð sem söngvarinn ræður við. Sjálfum þykir mér erfitt að syngja lagið í F svo ég lækka það aðeins og set klemmuna á annað band. Dylan lækkaði E bassan um heiltón niður í D. Ég hugsa að tilgangurinn með því hafi verið að auka möguleika á skemmtilegum bassagangi í undirspilinu. Í öllu falli þá fer vel á því að nýta E strenginn í bassanum þegar bæði D hljómurinn og A hljómurinn eru spilaðir og slá D sus tvíund eða ferund öðru hvoru til að skreyta D hljóminn.

Smelltu á myndina til að fá pdf texta, hljóma og nótur.Smelltu á myndina til að fá texta, hljóma og nótur. Ýmsir hafa gert að því skóna að textinn í laginu fjalli um eiturlyf en Dylan hefur sjálfur leiðrétt það. Það að sjá Bruce Langhorne mæta í upptökuver með stærðar Tyrkneska trommu með áföstum bjöllum vöktu einhver hughrif hjá Dylan og urðu kveikjan að textanum. Textinn er hrein snild eins og flestir textar Dylans og hefur mun meiri dýpt tel ég en ef hann fjallaði um eitthvert sýrutripp. Bruce þessi spilaði undirlaglínuna sem má heyra í upptöku Dylans frá 1965.

Tambourineman noturSmelltu á myndina til að fá hljómana.Það má svo sem velta endalaust fyrir sér hvað Dylan er að fara í textanum og auðvitað er ekkert víst slíkar vangaveltur hitti á það sem Dylan var að hugsa þegar hann samdi textann. Textinn var saminn kjölfar Mardi Gras hátíðarinnar í New Orleans. Lagið byrjar á viðlaginu þar sem sögumaðurinn talar til mannsins með Tambórínuna og biður hann um að syngja svo sögumaðurinn geti hrifist með. Strax í viðlaginu fær maður það á tilfinninguna að lagið fjalli um einmannaleika.


Fyrsta erindið heldur áfram að fjalla um einmannaleika og maður skynjar tómleika og þreytu. Það má alveg sjá fyrir sér að sögumaður sé þreyttur á sál og líkama eftir gleði dagsins áður og hjá honum hafi vaknað þessar tilfinningar þegar ró færðist yfir. Það var erindi tvö sem vakti hugmyndir um að textinn fjallaði um eiturlyf en ég held að texti erindisins vísi einfaldlega til löngunar til að hverfa á braut frá öllu saman. Löngunar sem margir finna þegar álagið er mikið og þeir myndu fegnir vilja aðeins slá á það. Þá er gott að hafa einhvern sem maður getur treyst fullkomlega og fylgt í blindni á betri stað. Tambórínumaðurinn er vísun í slíkan mann. Það má einnig sjá fyrir sér að tambórínumaðurinn sé persónugerving fyrir tónlist yfir höfuð og tónlistin sé meðalið frá áhyggjum og þreytu.