39

Lag og texti: Bryan May

Stíll lagsins svipar dálítið til amerísks þjóðlagakántrís þar sem kassagítar og bassi bera undirleikinn uppi. May söng lagið á plötunni en yfirleitt var það Mercury sem sá um sönginn á tónleikum. Sumir myndu kannski segja að lagið sé yfirhlaðið hljómum. Í þessari útgáfu að laginu eru hljómarnir hvorki meira né minna en sautján. Sumum þykið þetta ef til vill fullmikið af því góða en þetta er hljómafjöldinn eftir niðurskurð. May spilaði helmingi fleiri hljóma í upprunalegu útgáfunni. Í útgáfinni sem fylgir þessari grein er millispilinu sem kemur á eftir fyrsta erindinu og viðlaginu sleppt en ef einhver vill glíma við það þá eru hljómarnir í pdf skjalinu sem hægt er að hlaða niður með því að smella á myndina hér til hliðar.

Makeyoufeelmylove taknmynd utsetning 1 1May hækkaði gítarinn um hálftón. Til að sleppa við að leggja það álag á gítarinn en spila samt í sömu tóntegund og á plötunni er hægt að setja klemmu á fyrsta band.

39Texti lagsins fjallar um geimferðir og bjögunina sem verður á tíma þegar ferðast er með hraða ljóssins. Sjálfboðaliðar leggja af stað frá lúinni jörð árið 39 í leit að betri stað fyrir jarðarbúa. Hundrað árum síðar koma þeir heim og eru sjálfir einungis degi eldri en þegar þeir lögðu af stað. Á jörðinni hafa tvær kynslóðir lifað og dáið á meðan. Þótt lagið sé hratt og fjörugt er texti þess frekar sorglegur og eflaust má einnig líta svo á að hann hafi dýpri undirtón en þann sem snýr að geimferðum. Ef til vill hefur May fyrst og fremst verið að hugsa um ást og aðskilnað þegar hann samdi textann. Það að May valdi geimferð sem yrkisefni þarf ekki að koma á óvart því þegar hljómsveitin Queen komst á flug með tónlist sína var May að nema stjarneðlisfræði í Imperial College í London.