Stærðfræðipróf í dúr og moll

Við hjónin heyrðum margt forvitnilegt þennan seinnipartinn. Við áttum nefnilega ánægjulega stund í Laugalækjarskóla þar sem nemendur í tíunda bekk kynntu lokaverkefni sín sem voru vægast sagt af fjölbreyttum toga. Lilja dóttir okkar vann verkefni um tónlistarstefnur með Guggu vinkonu sinni. Hluti af verkefninu þeirra var að semja tónlist. Þær sömdu sitt hvort lagið og síðan eitt saman fjórhent á píanó.

Lesa meira

Last Christmas

Úr myndbandinuSeint mun ég viðurkenna að hið ágæta tvíeiki í Wham hafi verið í einhverju uppáhaldi hjá mér. Eitt lag áttu þeir blessaðir sem mun sennilega lifa lengur en önnur lög úr lagasafni þeirra. Það er jólalagið þeirra Last Christmas en um hver jól kemst maður ekki hjá því að heyra lagið ótal sinnum í útvarpinu. Sennilega er ekki rétt að kalla þetta lag jólalag því texti þess fjallar minnst um jólin.

Lesa meira

Tambourine man

Bob Dylan
Bob Dylan samdi lagið Mr. Tambourine man fyrri hluta árs 1964. Hann tók það síðan upp  árið á eftir fyrir plötuna Bringing it all home. Sama ár tóku Byrds sína útgáfu af laginu upp. Sú útgáfa fór á topp Billboard listans og er það eina lag Dylans sem hefur gert það. 

Lesa meira

Shape of my heart

SpilLagið Shape of my heart er tíunda lagið á fjórðu sólóplötu Sting, Ten summerone tales. Sting samdi lagið í félagi við Dominique Miller sem hefur spilað með Sting á yfir þúsund tónleikum frá árinu 1990. Textan á Sting einn.

Lesa meira

Lagrima

TárÉg ákvað fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan að kaupa nokkra tíma hjá gítarkennara og fá hann til að skóla mig aðeins til í klassískum gítarleik. Fyrsta verkefnið var Lágrima, lítið smálag eftir Francisco Tárrega sem er ekkert alltof erfitt að spila.

Lesa meira
  • 1
  • 2