Shape of my heart

SpilLagið Shape of my heart er tíunda lagið á fjórðu sólóplötu Sting, Ten summerone tales. Sting samdi lagið í félagi við Dominique Miller sem hefur spilað með Sting á yfir þúsund tónleikum frá árinu 1990. Textan á Sting einn.

Lesa meira

Lagrima

TárÉg ákvað fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan að kaupa nokkra tíma hjá gítarkennara og fá hann til að skóla mig aðeins til í klassískum gítarleik. Fyrsta verkefnið var Lágrima, lítið smálag eftir Francisco Tárrega sem er ekkert alltof erfitt að spila.

Lesa meira

Romanza

Gítar og píanóÓfáir byrjendur í klassískum gítarleik hafa heillast af Rómönzunni og séð sjálfa sig í hillingum spila hana. Ef til vill er ekki svo vitlaust að segja að Rómanzan sé Stairway to heaven klassíska gítarsins. Þetta átti svo sannarlega við um mig þegar ég var að byrja að fikra mig áfram með gítarinn. Það er svo sem ekkert undarlegt að fólk heillist af þessu lagi því laglínan grípur einhvern vegin ímyndunaraflið og lagið hentar klassíska gítarnum einstaklega vel.

Lesa meira

TablEdit

TablEdit táknmyndFyrir þá sem eru að iðka tónlist að einhverju marki er gott að eiga og kunna skil á einhverjum hugbúnaði til að skrifa tónlist. Það er úr mörgu að velja. Hægt er að finna forrit sem kosta lítið sem ekki neitt en eru furðu öflug þrátt fyrir það. Einnig er hægt að finna gríðarlega umfangsmikil forrit sem kosta bæði lifur og lungu. Hér segi ég frá forritinu TablEdit sem varð fyrir valinu hjá mér. Það tilheyrir fyrri hópnum. Kostar aðeins en enga formúu þó.

Lesa meira

Carrington gítarinn

Carrington guitarEkki hef ég hina minnstu hugmynd um hvað fékk mig til að fara að læra að spila á gítar. Tónlistaruppeldi mitt var svo gott sem ekkert. Það er ef til vill ekki sanngjarnt að segja að það hafi ekki verið neitt því Ríkisútvarpið sendi út eina þrjá útvarpsþætti með léttari tónlist og á þá hlustaði maður samviskusamlega á í viku hverri. Þetta voru Óskalög sjómanna, Óskalög sjúklinga, og Lög unga fólksins.

Lesa meira
  • 1
  • 2