Þingvallavatn 9. júlí 2017

Minn betri helmingur, Guðrún, og Lilja dóttir mín voru með í för. Lilja bauð ekki ófrægari veiðimanni með í þessa veiðiferð en Danna, fyrirsætunni á veiðikortinu þetta sumarið. Við byrjuðum á austubakkanum og urðum ekki vör lengi vel. Veiðfélagarnir ákváðu þá að færa sig yfir á bakkann undir Arnarfellinu. Ég sagðist ætla að taka nokkur köst til viðbótar á austurbakkanum en kæmi fljótlega á eftir þeim. Hnýtti fluguna Ölmu Rún á tauminn og hana þáði rúmlega tveggja punda kuðungableikja. Þegar ekkert gerðist í dágóða stund skipti ég um flugu og set Teal and black undir. Hana þáði tveggja punda sílableikja. Aðrir silungar fúlsuðu við flugunni þannig að skipt var yfir í Svartan killer með kúluhaus og ægifagran bleikan hálskraga. Á þessa flugu tíndi ég upp fimm ágætar bleikjur til viðbótar.

Lilja kastarLilja er á góðri leið með að ná tökum á fluguköstunum. Hengillinn og reykurinn frá Nesjavallavirkjun má sjá sunnan við vatnið.Fyrstu tvær bleikjurnar. Efri bleikjan er kuðungableikja en sú neðri er sílableikja.Fyrstu tvær bleikjurnar. Efri bleikjan er kuðungableikja en sú neðri er sílableikja.

Ég sá að undir Arnarfellinu blakti gulur Bónuspoki í flæðamálinu þannig að ég gaf mér að þau væru einnig í fiski. Sé síðan mér til undrunar að mæðgurnar taka að afklæðast þarna á bakkanum. Þótti mér það kæruleysi mikið að ætla að fara að sóla sig með fiskinn sveimandi eftir bakkanum fyrir utan. Skýringin á þessu hátterni mæðgnanna reyndist vera sú að báðar höfðu þær steypst á hausinn í vatnið. Þær eru svo samræmdar þessar elskur. Í Bónuspokanum reyndist vera rúmlega tveggja punda bleikja sem Guðrún veiddi. Hún setti síðan í aðra álíka bleikju sem hefur verið sílableikja því sú var silfruð að sjá. Hún náðist ekki á land því hún skrapp af önglinum við bakkann.

Þegar heim var haldið um hálf þrjú leitið var hitinn orðinn 18 gráður og um allan þjóðgarð var fólk að njóta veðurblíðunnar. Heima beið okkar að klára að filtera húsið. Í kvöldmat var auðvitað dýrindis Þingvallableikja.