Þingvallavatn 9. júlí 2017

Loksins fékkst fiskur á diskinn

Minn betri helmingur, Guðrún, og Lilja dóttir mín voru með í för. Lilja bauð ekki ófrægari veiðimanni með í þessa veiðiferð en Danna, fyrirsætunni á veiðikortinu þetta sumarið. Við byrjuðum á austubakkanum og urðum ekki vör lengi vel. Veiðfélagarnir ákváðu þá að færa sig yfir á bakkann undir Arnarfellinu. Ég sagðist ætla að taka nokkur köst til viðbótar á austurbakkanum en kæmi fljótlega á eftir þeim. Hnýtti fluguna Ölmu Rún á tauminn og hana þáði rúmlega tveggja punda kuðungableikja. Þegar ekkert gerðist í dágóða stund skipti ég um flugu og set Teal and black undir. Hana þáði tveggja punda sílableikja. Aðrir silungar fúlsuðu við flugunni þannig að skipt var yfir í Svartan killer með kúluhaus og ægifagran bleikan hálskraga. Á þessa flugu tíndi ég upp fimm ágætar bleikjur til viðbótar.
Fyrstu tvær bleikjurnar. Sú eftri er kuðungableikja en sú neðri er sílableikja.
Danni og Lilja að veiðum. Arnarfellið í baksýn.
Lilja er á góðri leið með að ná tökum á fluguköstunum. Hengillinn og reykurinn frá Nesjavallavirkjun má sjá sunnan við vatnið.