Þingvallavatn 27. júní 2018

Veitt af Leirutá


Það var þungskýjað og mild sunnanátt þegar ég ók yfir Mosfellsheiðina í morgun. Enginn bíll var á bílastæðinu við Lambhaga svo ég ákvað að leggja á mig þessa tuttugu mínútna göngu út á Leirutá. Það er orðið frekar langt síðan ég reyndi að veiða af Leirutánni þannig að mér fannst kominn tími til að endurnýja kynnin. Á leiðinni út eftir hljóp lágfóta undan mér niður að árbakkanum. Engan sá ég minnkinn en áður fyrr var hann víst ágengur við veiðimenn. Mér skilst að það hafi náðst góður árangur í að fækka honum.

Thingvallavatn 27 juni 2018 3

Það var greinilega einhver fiskur á svæðinu. Í öllu falli þá sé ég eina væna kusu renna undan mér þar sem ég óð út í vatnið. Ég var búinn að veiða í um það bil klukkustund þegar efnafræðikennarinn minn í framhaldsskóla birtist á bakkanum.

Saman veiddum Leirutánna fram undir hádegi og spjölluðum um veiði í vatninu. Bleikjan virðist vera vænni og þrátt fyrir sögur á vefmiðlum um góða veiði í vatninu er hún sennilega liðfærri. Við vorum ekki í rífandi tökum en ég náði þó að landa 1200 gramma kuðungableikju á eftirlíkingu af randaflugu. Efnafræðikennarinn landaði tveimur góðum bleikjum þennan morguninn. Ég veiddi síðan í austurátt frá Kríunesi þar til stutt var í Vatnskotið. Sú gönguferðin var algerlega tíðindalaus.

Thingvallavatn 27 juni 2018 2Leirutá, vinstra megin er næst vænlegi veiðistaðurinn sem heitir Kríunes. Ég veiddi frá honum og út að Vatnskoti áður en ég hélt heim.