Þingvallavatn 30. júní 2019

Með vindinn í fangið í Ólafsdrætti.

Í bakgarðinn vantar geymsluskúr finnst mér. Hann ákvað ég að smíða þetta vorið og þar hófst sunnudagurinn. Fram eftir degi var smíðað en um fimmleitið stukkum við hjónin út í bíl og ókum á Þingvelli. Ég hafði sett mér að veiða í Ólafsdrætti í þetta sinn. Veðrið var frábært eins og svo oft undanfarið en á heiðinni var sterkur vestanvindur. Okkur leist ekki alveg nógu vel á þetta því á fyrirhuguðum veiðistað værum við með vindinn beint í fangið. Þegar við komum að vatninu var nánast logn þannig að við ákváðum að halda okkur við að veiða í Ólafsdrætti.
thingvallavatn 30 juni 2019 7Skúrsmíði á sólríkum sumardegi.
Til að komast að veiðistaðnum þarf að klöngrast dálítið og troðast í gegnum kjarr. Eiginkonan kunni mér litlar þakkir fyrir að draga hana þarna niður eftir. Sagðist vera bæði lofthrædd og of stirð fyrir svona klöngur. Það var nánast logn þegar við lögðum af stað og hitinn 16 gráður. Það tók okkur svona fimmtán mínútur að komast á veiðistað en þá var vestanvindurinn ofan af heiði líka mættur þannig að það var ekkert auðvelt að koma færinu út.
thingvallavatn 30 juni 2019 3Myndavélin var með í för eins og alltaf. Ef ekki tekst að veiða fisk þá nær maður altjént alltaf einhverjum myndum.Engin veiði var í þessari ferð. Ég setti reyndar í ágætis fisk en hann sleit. Reyndar fór mig að gruna að taumurinn sem ég var með hafi verið eitthvað lélegur því ég tapaði hverri flugunni af annarri og það var ekki vegna þess að ég væri alltaf að festa í botni.