Þingvallavatn 11. júlí 2019

Ekki gefa fuglunum

Ég ætlaði eiginlega að fara í vatnið í gær, miðvikudag, og fá félaga minn með. Vissi að hann átti að heimangengt þá en ekki á fimmtudeginum. Bílskrjóðurinn minn, sem kominn er kominn á viðhaldsaldur, kom í veg fyrir það. Ekki tókst að ljúka viðgerð í tíma vegna vöntun á varahlutum. Þeir komu seinnipartinn á miðvikudeginum og þá gat ég klárað viðgerðina. Ég fór þar af leiðandi einn í vatnið á fimmtudagsmorgninum. Skutlaði eiginkonunni í vinnuna og var komin á bakkann um níuleitið.
Svona var vatnið allan daginn. Spegilslétt.Svona var vatnið allan daginn. Spegilslétt.

Bakkinn sunnan við Arnarfellið varð fyrir valinu. Mér til undrunar var aðeins einn veiðimaður á svæðinu og sá lá í makindum á bakkanum undir Arnarfellinu. Veðrið var stórkostlegt, skýjað og stafalogn. Það var verulega skemmtilegt að fylgjast með kuðungableikjunum í vatninu sem létu sér fátt um finnast þótt ég stæði úti í vatninu og syntu allt í kringum mig í leit að æti.
Síðasta bleikjan í túrnum. Stærð fiskana var frá rúmu pundi upp í rétt tæp þrjú pund sá stærsti.Síðasta bleikjan í túrnum. Stærð fiskana var frá rúmu pundi upp í rétt tæp þrjú pund sá stærsti.

Þótt ég sæi bleikjurnar þá voru þær ekki alveg á því að láta ginna sig til að taka flugurnar sem ég bauð þeim. Eftir nokkurn tíma fór mér að leiðast þófið, færði mig áfram norður eftir bakkanum. Á stað þar sem ég fékk nokkrar bleikjur í fyrra. Sú hugsun var farin að læðast að mér að Þingvallavatn ætlaði að bregðast mér í ár. Ég var nefnilega búinn að fara þrjár ferðir án árangurs í vatnið þetta sumarið. Ég skipti um flugu og setti undir flugu sem var ekki ólík flugunni frisco, brún púpa. Eftir nokkur köst tekur fyrsta bleikjan og síðan bleikja tvö og þrjú. Þá tapaði ég þessari ágætu flugu og átti ekki aðra. Setti watson fancy undir og á hana landaði ég bleikjum fjögur til sjö.

Nú þótti mér mál til að halda heim en langaði auðvitað að prófa aðeins á þeim stöðum þar sem ég hef áður sett í fisk. Tvisvar setti ég í nokkuð góðar bleikjur en missti þær báðar. Skipti yfir í flugu sem við vitum öll að klikkar ekki. Gamli góði peacock skilað vænni bleikju í fyrsta kasti. Mál var að linni því nú þurfti að sækja konuna í vinnuna. Þannig að ég hélt heim, þurfti að sækja konuna í vinnuna, flaka fiskana og og að sjálfsögðu skildi einn þeirra fara á grillið. Þegar ég var að tína dótið saman birtist veiðimaður eins og kallaður á bakkanum. Ég bað hann um að taka mynd af mér með síðustu bleikjuna fyrir veiðibloggið. Hann var fús til þess og kann ég honum góðar þakkir fyrir. Já, og einnig fyrir söguna af himbrimanum sem lét hann ekki í friði eftir að hann hafði gefið honum murtu að éta. Eftir að hafa fengið murtuna vomaði hann yfir veiðimanninum í von um meira svo hann þurfti að hætta veiðum.
Thingvallavatn 12 juli 2019 1 of 1Nýbúinn að landa þeirri síðustu. Ég gleymdi að taka með mér poka fyrir aflann þannig að bleikjurnar fóru allar í háfinn.