Heiðarvatnið 17. ágúst 2019

Við hefðum aldrei valið þennan veiðidag ef við hefðum getað valið.

Ef við hefðum getað valið veiðidag í heiðarvatninu okkar hefðum við aldrei valið þennan dag. Það var norðaustan stekkingsvindur og hitinn ekki nema átta gráður. Aðstæður til veiða voru alls ekki ákjósanlegar en við létum okkur hafa það því við gátum ekki valið daginn. Ef við færum ekki þessa helgina þá var ekkert víst að við kæmumst nokkuð í vatnið þetta árið. Þegar við komum upp að vatninu var vindurinn hvass og töluverð alda á vatninu. Átta álftir í látum hlupu í spretti út í öryggið á vatninu þegar við birtumst ofan við bakkann þar sem þær voru á beit. Það er eins með vatnið og ána niðri í dalnum. Vatnsstaðan er í sögulegu lágmarki enda hefur ekki rignt svo heitið geti síðan í maí.
Heidarvatnid 1 of 2Hér tók einn tveggja punda urriði. Síðasti urriðinn í þessari veiðiferð tók síðan á bakkanum við mynni Grunnuvíkur þar sem bakkinn hækkar vegna kletta sem standa fram í vatnsborðiðVið gengum austur fyrir Grunnuvík og ætluðum að veiða út frá eystri bakkanum til norðurs að Grunnuvík. Á austurbakkanum vorum við ekki með vindinn beint í andlitið og gátum kastað sæmilega langt út. Ég var að vona að ég gæti jafnvel kastað flugunni. Við völdum að byrja á veiðistað sem gaf ágætlega í fyrra og vonuðum að svo yrði einnig í ár. Fluguköstin gengu nú ekki vel. Vindurinn var það sterkur að lausa línan fauk til og frá og flæktist iðulega. Ef ekki háfnum sem stöðugt slengdist fram fyrir veiðimanninn þá mynduðust hnútar á kastlínunni sem skemmdu köstin. Þetta var svo ergjandi að á endanum gafst ég upp og fór að dæmi eiginkonunnar. Kastaði spún en það var hægt ef hann var bara nógu þungur.

Fljótlega sé ég eiginkonuna landa punds urriða og stuttu síðar næ ég öðrum tveggja punda. Við ákváðum eftir nokkra stund að veiða okkur norður eftir bakkanum og vorum rétt lögð af stað þegar eiginkonan segist hafa misst all stóran urriða að hún taldi. Hún kastar aftur. Urriðinn er grimmur og þrífur aftur í spúninn. Að þessu sinni náðist að landa honum ogd reyndist hann vera þrjú og hálft pund. Við gengum lengra í norður og ég náði að landa tveimur um það bil tveggja punda fiskum.
Heidarvatnid 2 of 2Eiginkonan með stærsta urriðan sem fékkst í þessari ferð. Hann reyndist 1,8 kg eð rúmlega þrjú og hálft pund. Urriðin tók rétt norðan við klettinn sem er á bak við veiðimanninn. Tveir urriðar tóku út af bakkanum við klettinn.