Heiðarvatnið okkar í ágúst 2016

BláberinÍ kjallaranum hjá okkur er fokheld íbúð hvurs endurbætur á eru að stela öllum okkar frítíma þetta sumarið. Þess vegna eru litlar frásagnir af veiði í júlí og ágúst. Á meðan hafa bláberin þroskast við sumarkofann Borgarfirðinum og nú fer urriðinn að hætta sér nær landi í heiðarvatninu því nú er tekið að dimma af nótt.

Lesa meira

Tangavatn í júlí 2016

Keli og Lappi vid TangavatnÁ laugardagskvöldinu þann 23. júlí röltum við hjónin í grenjandi rigningu ásamt hundinum Lappa inn á Holtavörðuheiði í lítið vatn sem þar er og heitir Tangavatn. Við vitum að í þessu vatni er bleikja og það ágætis fiskur. Sennilega eru þær samt ekki margar. Veðrið var ljómandi gott þrátt fyrir rigninguna. Hlýtt og hægur vindur að norðaustan.

Lesa meira

Hítarvatn í júlí 2016

Lurkum laminn sest ég niður til að skrásetja síðustu veiðiferð. Lurkum laminn segi ég því skrokkurinn er ansi stirður að morgni daginn eftir gönguferðina sem veiðiferðin í gær krafðist.

Lesa meira

Þingvallavatn 12. júlí

SílableikjaVeðurspáin sagði að von væri á blíðviðri og sá litli vindur sem í spánni var átti að blása að suðaustan. Í síðustu ferð minni í Þingvallavatn miðlaði félagi minn þeim fróðleik að vestanátt væri sú alversta til veiða í vatninu. Þennan fróðleik ku hann hafa fengið frá reyndum veiðimönnum þannig að ég taldi að þessar upplýsingar væru mjög svo áreiðanlegar. Norðanáttin átti víst að vera mun betri.

Lesa meira

Urriðavatn í júlí 2016

Fiskarnir fjórirOkkur fannst ekki hægt að yfirgefa Fljótsdalshérað án þess að skoða Urriðavatn. Vatnið er innan veiðikortsins og er staðsett steinsnar frá Fellabæ vestan við brúna yfir Lagarfljótið. Það er einn ferkílómeter að stærð og meðaldýpi þess er sagt 4,4 metrar. Dýpst er það 10,5 metrar. Í vatninu er einungis bleikja þannig að nafngift þess vekur spurnir.

Lesa meira