Skriðuvatn og Haugatjarnir

Flugunni kastað í Haugatjarnir.Frá fyrsta til áttunda júlí dvöldumst við hjónin ásamt Lilju dóttur okkar, Jennu systur og móður minni í sumarhúsi á vegum Eflingar að Einarsstöðum á Fljótsdalshéraði. Allt um kring voru áhugaverðir möguleikar til veiði. Við ákváðum samt að takmarka veiðiferðir við vötn innan veiðikortsins því auðvitað var margt annað sem okkur langaði að skoða. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð bjóða upp á margt þannig að maður getur ekki leyft sér að festast við veiðivötnin.

Lesa meira

Þingvallavatn í júní 2016

Þrjár bleikjur úr ÞingvallavatniVeðrið var einstaklega fallegt í bænum þegar fyrsti morgun sumafrísins rann upp. Ég ákvað að fara til veiða í Þingvallavatni um kvöldið enda hefði verið mikil synd að verja svo fallegu kvöldi í knattspyrnugláp. Mér til armæðu fór að hvessa af suðvestan þegar leið á daginn. Ég lét það samt ekki stöðva mig og um sjöleitið stend ég við Hallvíkina með suðvestanvindinn í fangið.

Lesa meira

Hlíðarvatn í júní 2016

Við HlíðarvatnÉg hef lengi rennt hýru auga til Hlíðarvatns í Selvogi. Hef heyrt sögur af vænum bleikjum og skemmtilegri fluguveiði. Í lok vinnuvikunnar hafði félagi minn samband og sagði að veiðifélögin fjögur sem leigja rétt til veiða í vatninu ætluðu að bjóða gestum og gangandi að veiða í vatninu á sunnudeginum. Þar sem við höfðum hvorugur veitt í vatninu en báðir voru forvitnir um hvað það hafi að bjóða fannst okkur kjörið að skjótast þarna suðureftir með veiðistangirnar.

Lesa meira

Hreðavatn maí 2016

Lambhagi við HreðavatnVið hjónin vissum að girðingin meðfram veginum í Brautarlæk var löskuð eftir veturinn og Hólsrollurnar farnar að renna fram dalinn. Það var sem sagt ekkert val um í hvað verja skyldi þessari helginni. Vinnufötunum var pakkað í tösku og ekið upp í Norðuráral. Á síðustu stundu ákvað ég að grípa veiðdótið með ef ske kynni að einhver orka yrði aflögu fyrir smá veiði í Hreðavatni á laugardagskvöldinu. Mér fannst eiginlega of langt liðið á vorið án þess að reynt væri við vatnafiskinn.

Lesa meira

Selá í Steingrímsfirði 2015

SelhylurVið félagarnir höfum í nokkur ár veitt um mánaðarmótin ágúst – september í Selá í Steingrímsfirði. Að þessu sinni áttum við föstudaginn 28. og laugardaginn 29. ágúst. Veðurspáin var okkur lítt hliðholl. Það leit út fyrir töluverða úrkomu. Áin er dragá og vatnasviðið stórt og við þessar aðstæður verður hún einfaldlega óveiðandi.

Lesa meira