Heiðarvatnið okkar

Aflinn kominn niður af fjalli.Fyrir um það bil þrjátíu árum gekk ég fyrst upp að þessu vatni. Þá var gangan öllu erfiðari en hún er í dag því enginn var slóðinn upp eftir hálsinum sem vatnið er á. Aðeins móar, mýrar og melar sem þyngdu gönguna. Ég hef heyrði sögur af netaveiði þegar búskapur var á jörðinni sem vatnið tilheyrir en fáar voru sögurnar af stangveiði. Sennilega þótti full tímafrekt að sækja fiskinn með þeirri aðferðinni.

Lesa meira

Ónefnd á, ágúst 2015

Efsti hylurinn þar sem laxinn tók.Hún er ein af þessum smáám sem láta lítið yfir sér en geyma samt lax. Fyrir fáeinum árum var áin fyrst og fremst bleikjuveiðiá en síðan varð eitthvað til þess að lax fór í meira mæli að ganga í ána. Mér er minnistætt að fyrir ekki nema átján árum skruppum við hjónin með flugustöng í einn hyl fyrir neðan bæinn og á stuttum tíma settum í ellefu bleikjur. Núna er hending að maður fái bleikju í ánni.

Lesa meira

Þingvallavatn 29. júlí

Veitt úr af NautatangaEins og Þingvallavatn er dásamlegt vatn þá er það ekki alltaf gjöfult. Þannig hefur mér fundist staðan hafa verið í sumar hjá mér. Það er samt alltaf yndislegt að vera við vatnið. Þegar ég kom heim úr vinnunni á miðvikudaginn spurði ég dóttur mína hvort hún væri til í að koma með mér í kvöldferð í Þingvallavatn. Hún var til í það enda uppfull af orku eftir tíðindalítinn dag. Við ákváðum að verja kvöldinu við Nautatanga. Þótt ég hafi farið tvisvar á þetta svæði í sumar fannst mér það ekki fullkannað. Stelpan var með spún en ég var með fluguna eins og venjulega. Það kemur sá dagur að stelpan verði fær í fluguveiðina en það er ekki alveg komið að því.

Lesa meira

Þingvallavatn 23. júlí

Veiðimaður við ArnarfellVeiðimaðurinn stendur þar sem ég hóf veiðar og lauk veiðum.Eftir langvarandi norðanátt var kærkomið að heyra í veðurfréttum í upphafi vikunnar að síðar í vikunni myndi vindur snúa sér. Síðdegis á fimmtudeginum sagði spáin að vindátt breyttist og rétt fyrir kvöldfréttir snaraði ég veiðibúnaðinum í bílinn og ók austur á Þingvöll. Klukkan 19:03 var flugunni Teal and black kastað í vatnið á austurbakkanum suður undan Arnarfellinu.

Lesa meira

Tangavatn í júlí 2015

Vel klædd í norðanvindi.Þrátt fyrir að ekkert hafi slegið á norðanáttina fór fjölskyldan aftur upp á heiði til veiða á föstudeginum. Að þessu sinni var það Tangavatn á Holtavörðuheiði sem varð fyrir valinu. Það vatn þekkjum við eilítið því við höfum fimm sinnum reynt að veiða í þessu vatni.

Lesa meira