Dæmigert fyrir ástandiðÞað skal ég viðurkenna að þegar kom að fyrstu veiðiferð sumarsins var ég orðinn æði óþreyjufullur. Vorið hefur verið einstaklega annasamt en stundum verður að forgangsraða og að þessu sinni varð vorveiðin að víkja. Það kom þó að því að hægt var að finna smugu til veiðiferðar.

Lesa meira

Einn af fjórum sem komu úr þessum hyl.Það hefur lítið farið fyrir skrifum um laxveiði hjá mér í sumar en fyrir því er einföld skýring. Ég tel mig ekki enn vera nógu ríkan til að geta varið þá ákvörðum að eyða tugum þúsunda ef ekki hundruðum í veiðileyfi. Sumir myndu sennilega kalla þetta nísku aurasálarinnar en aðrir skynsemi daglaunamannsins. Í öllu falli skortir ekki áhugann á að bleyta færi í betri ám landsins. Annars held ég að ég geti farið að flokka veiðiferðir okkar í Selá í Steingrímsfirði sem laxveiði en þannig var það ekki hugsað í upphafi.

Lesa meira

Við ArnarfelliðDag hvern, tvö sumur í röð, dáðist ég að stórkoslegri náttúrusýninni sem við mér blasti þegar ég horfði norður yfir Þingvallavatn og fylgdist með snjónum hverfa smám saman úr hlíðum Skjaldbreiðar.
Þetta var fyrir einum og hálfum áratug síðan. Þá starfaði ég á Nesjavallasvæðinu við suðurenda vatnsins. Á þessum tíma var ég í kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands.

Lesa meira

Á leið til veiða,,Hafið þið heyrt af veiði í Þórisvatni“; spurði einhver af veiðifélögunum þar sem við sátum yfir steik og rauðvíni síðastliðinn vetur og ræddum veiðimál. Enginn okkar þekkti til veiða í Þórisvatni en forvitnin var vakin og ákveðið að kíkja þangað á komandi sumri. Þetta er einmitt eitt af því sem gerir veiðibakteríuna svo skemmtilega. Ein spurning og forvitnin er vakin. Eins og veiðimenn þekkja er auðvitað vænlegast til árangurs að þekkja veiðisvæðið út og inn en þegar engin reynsla er fyrir hendi er ekki annað að gera en að reyna að afla þekkingar með því að lesa sér til og spyrja þá sem reynsluna hafa.

Lesa meira

Feðgin að veiða í TangavatniHaraldur Brynjólfsson heitinn, tengdafaðir minn og fyrrum bóndi í Króki í Norðurárdal í Borgarfirði sagði mér ófáar sögurnar af hvers kyns veiðiskap í grennd við heiðarbýlið Krók. Halli hafði allla tíð mikinn áhuga á veiðiskap enda voru veiðar ríkur þáttur í lífsbáráttunni í Króki. Ein af sögunum tengist Krókavatni eins og hann vildi kalla það en á kortum kallast vatnið Tangavatn.

Lesa meira

Fleiri greinar...