Við Íslendingar erum svo lánsamir að búa í landi með ókjör af vötnum. Í mörgum þeirra er silungur. Fátt þykir mér skemmtilegra en að rölta með bökkum vatnanna með veiðistöng í hönd og upplifa íslenska náttúru sem oft er eins og hún
sé af öðrum heimi. Hér fyrir neðan er safn frásagna af veiðiferðum undanfarinna ára.