Last Christmas

Lag og texti: George Harrison

Seint mun ég viðurkenna að hið ágæta tvíeiki í Wham hafi verið í einhverju uppáhaldi hjá mér. Eitt lag áttu þeir blessaðir sem mun sennilega lifa lengur en önnur lög úr lagasafni þeirra. Það er jólalagið þeirra Last Christmas en um hver jól kemst maður ekki hjá því að heyra lagið ótal sinnum í útvarpinu. Sennilega er ekki rétt að kalla þetta lag jólalag því texti þess fjallar minnst um jólin.

Last Christmas intro

George Michael samdi lagið og hirðir allar tekjur af því og þær eru töluverðar. Á síðasta ári, þrjátíu og einu ári eftir að það var samið, skilaði þetta eina lag honum einum 75 milljónum í vasann. Hann sér sennilega ekki eftir tímanum sem fór í að semja lagið því tímakaupið er nokkuð gott. Ég held að maður verði að drífa í því að semja jólalag. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir komst Last Christmas aðeins í annað sæti vinsældarlistans í Bretlandi. Í fyrsta sætið fór hjálparsöfnunarlagið Do they Know it´s Christmas. Höfundurinn þarf samt ekki að kvarta því ekkert lag sem ekki fór í fyrsta sætið hefur selst betur.

Last Christmas noturSmelltu á myndina til að fá nóturnar.Í vikunni fyrir jól heyri ég að dóttir mín er að spila þetta lag á píanóið. Mér datt í hug að gaman væri að við gætum spilað eins og eitt jólalag saman og ákvað að finna einfalda útsetningu fyrir gítar. Ég fann einfalda útsetningu í C dúr á Goliath guitar tutorials. Píanóútsetningin er í D dúr svo ég set klemmu á annað band til að hækka gítarútsetninguna um heiltón. Samspil okkar feðginanna er nú varla boðlegt öðrum að heyra en set það samt inn hér. Við höfum eiginlega uppgötvað við þurfum bæði að æfa okkur í samspili. Erum bæði dálítið að svíkja taktinn. Síðan þurfum við að finna út hvernig við náum sæmilegum hljóm því hljóðupptakan er alls ekki góð.

Hér fyrir neðan er gítarútsetningin og þar má einnig heyra hvernig hún hljómar.